Um reynsluna

Fyrir hverja: Fyrirlesturinn getur hentað mjög breiðum hópi, t.d. kennurum, starfsmönnum og stjórnendum í skólum, frístundaheimilum, frístundamiðstöðvum, félagsmiðstöðvum og frjálsum félögum.

Efni:

Reynsla er miðlægt umfjöllunarefni í umræðu um nám, kennslu og þroska og fjölmargir aðilar sem sinna uppeldi og menntun leggja ríka áherslu á reynsluna í sínu starfi. Í erindinu er sjónum beint að kenningum um reynslumiðað nám (experiential learning) og hvernig vinna má markvisst með reynslu og upplifanir á menntandi hátt.

Lengd: 40-80 mín.

Fyrirlesari: Jakob Frímann Þorsteinsson eða Björn Vilhjálmsson.