Um okkur

Áskorun ehf er þjálfunarfyrirtæki sem …

 • sérhæfir sig í að efla og styrkja einstaklinga og hópa til að geta meira og geta betur
 • veit að bak við tækin og tæknina er fólk, og að fólkið er auðlind
 • beitir jafnt hefðbundnum námsaðferðum sem óhefðbundnum og skapandi aðferðum til að efla sjálfsskilning þátttakenda og samskiptahæfni
 • leggur áherslu á að laða fram virka þátttöku í námshópum sínum og tengja nýtt nám við fyrri reynslu
 • hefur 20 ára reynslu af þjálfun á Íslandi og meginlandi Evrópu, þ.á.m. Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Færeyjum, Hollandi, Írlandi, Ítalíu, Króatíu, Litháen, Rúmeníu, Slóveníu, Slóvakíu, Ungverjalandi

 Virðisauki í verkefnum Áskorunar er …

 • þátttaka í námi sem byggist á reynslu þátttakendanna og stækkar reynslubanka þeirra 
 • að „það er leikur að læra, leikur sá er mér kær“ - nám og skemmtileg samvera haldast í hendur 
 • klæðskerasaumuð þjálfun þar sem þátttakendur læra með höfðinu, hjartanu og öllum líkamanum

 Við trúum á ...

 • að einstaklingurinn sé hluti af samfélaginu og menningunni sem umlykur hann og líf hans 
 • að í samspili einstaklingsins við menningu sína og umhverfi verði til ný þekking 
 • vilja og getu einstaklingsins til að læra, til að tileinka sé nýja þekkingu og til að takast á við breytingar
 • rétt allra til að taka þátt í innihaldsríkum samskiptum við aðra, þar sem virðing, reisn og það einstaka við einstaklinginn er í hávegum haft