Samstarfsaðilar

Hér fyrir neðan má finna krækjur í heimasíður helstu samstarfsaðila Áskorunar ehf á íslandi og í Evrópu.  Auk þess er krækja í sameiginlegan vettvang þessara fyrirtækja fyrir alþjóðleg námskeið, vinnustofur og fræðilega umfjöllun um reynslumiðað nám. 

Útinám.is Vefurinn útinám.is og utinam.is eru eign Áskorunar ehf.
Markmið vefsins er að safna ýmsum fróðleik um um útinám og útikennslu sem er gagnlegur fyrir fagfólk í skólum, á vettvangi frítímans og í ferðaþjónustu. Vefurinn er nú samstarfsverkefni Áskorunar ehf og SNÚ, samtaka um náttúru- og útiskóla.

Kitokie Projektai – Litháen:
Kitokie er menntunar- og þjálfunarfyrirtæki í Litháen með aðsetur í höfuðborginni Vilnius. Frá aldamótum hefur fyrirtækið tekið að sér þjálfun, ráðgjöf og handleiðslu í félagslega geiranum, atvinnulífinu og í menntastofnunum. 

Kamaleonte – Ítalía:
Kamaleonte er menntunar- og þjálfunarfyrirtæki í Latina fyrir sunnan Róm, sem þjónar skólakerfinu með útinámi og umhverfiskennslu. Auk þess starfar fyrirtækið við starfsmanna-þjálfun og er í samstarfi við Rómarháskóla. 

Outward Bound – Belgía:
OB-Belgía er hluti af heimshreyfingu Outward Bound skóla sem starfar í 42 löndum. OB vinnur með ungu fólki í vanda og jafnframt með fyrirtækjum og stofnunum. 

Via Experientia: Academy of Experiential Education:
Þetta er samstarfsvettvangur ofangreindra fyrirtækja á Evrópuvísu. Þarna má finna upplýsingar um vinnustofur og námskeið sem haldin eru á vegum okkar félaganna og ýmis gagnleg skjöl um fræðileg efni.