Námskeið

Námskeið – er í okkar skilningi heiti á námsferli sem er að lágmarki einn vinnudagur að lengd (8 stundir), en algengt er að þau séu á bilinu 1-6 dagar. Þó þekkjast líka talsvert lengri námskeið en 6 dagar, en þá er námsferlinu oft skipt niður í lotur, eins og „Via Experientia“ (sjá Námskeið erlendis), en þar eru þjálfunardagarnir samtals 24, í þremur lotum og í þremur löndum.

Ferli okkar fyrir hópa eru... 1)  Hópefli, er námsferli sem stendur í meira en hálfan dag. Þar er verkefnum, æfingum og leikjum beitt til að hrista hópa saman og gefa meðlimunum tækifæri til að kynnast á nýjum forsendum. Hópeflisferli virkja fólk í athöfnum, kemur blóðinu á hreifingu og kveikir hláturinn - og samskiptin eflast þegar glímt er við óvenjuleg og áhugaverð viðfangsefni. Hér skiptir máli að hafa tíma og svigrúm til að þátttakendurnir geti sjálfir ályktanir og lærdóma af reynslu sinni, og einnig að þeir velti fyrir sér hvernig megi flytja nýja námið í vinnuna eða aðrar aðstæður. Hópefli ætti að styrkja hópinn í verklagi og samskiptum sem verða til góðs, bæði fyrir einstaklinginn og hópinn í heild sinni.  2)  Teymisþjálfun: Teymi eru oft fámenn og yfirleitt eru þau skipuð í kring um tiltekin verkefni eða afurð, og oftar en ekki lýkur líftíma teymisins þegar verkefninuinu er lokið. Samskipti í teyminu og líðan einstaklinganna skiptir oft minna máli en að skila afurðinni á umsömdum tíma. En eins og aðrir smáhópar verða teymi betri þegar andinn og samskiptin í teyminu eru góð.  3) Liðsheildarvinna: til að búa til góða liðsheild þarf þjálfa og stuðla að opnum og heiðarlegum samskiptum í hópnum. Góð liðsheild nýtir fjölbreytileikann og þá ólíku hæfileika og færni sem búa í öllum í liðinu. Að búa til gott lið tekur tíma, virka samveru og fjölbreytt samskipti að byggja upp trúnað, traust og reynslu sem öflugar lisheildir sýna í verkum sínum.

Additional information