Ráðgjöf og stuðningur

 • Print

Áskorun ehf veitir ráðgjöf við einstaklinga og hópa á nokkrum sviðum, og má sem dæmi nefna eftirfarandi:

 • Reynslumiðað nám 
 • Úti- og ævintýranám 
 • Útikennsla og útieldun
 • Liðsheildarvinna og efling hópa
 • Leiðtogaþjálfun
 • Samskipta þjálfun
 • Útivist og ferðalög - almennt 
 • Útivist og ferðalög - umgjörð meðferðarstarfs og stuðnings við (ungt) fólk í sálfélagslegum vanda.

Ráðgjöfin getur verið með ýmsum hætti og m.a. falist í: Úttekt og mati þá starfssemi nú þegar er starfrækt. Stuðningi við innleiðleiðingu á nýjum starfsháttum eða ráðgjöf í vinnu við þróunarverkefni. Ráðgjöfin er ávallt sniðin að þörfum og væntingum verkkaupans, og gerum við síðan tilboð í verkið.

Hægt er að sníða fræðslu og ráðgjöf að ólíkum hópum og hafa leiðbeinendur Áskorunnar m.a. unnið með ákveðna efnisflokka eða þemu í skólum, og sem dæmi unnum við samtímis með þrjú þemu (einelti, hópefli og holla hreyfingu) í heilu skólahverfi. Var þá byrjað á að vinna með nemendum að morgni, síðan var unnið með kennurum síðdegis og foreldrum um kvöldið. 

 • útivist og ferðalög 
 • útieldun 
 • ratleikir í starfi með börnum